Stafrænn Priority Pass

Nýlega hefur framleiðslu korta frá Priority Pass verið hætt, og frá og með 10. janúar 2023 mun kortaplast hætta að virka og stafræn kort í gegnum Priority Pass appið koma í staðinn.

Með Priority pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum á yfir 650 flugvöllum í 145 löndum. Þú einfaldlega stofnar aðgang í gegnum vefsíðu Priority Pass og nærð í Priority Pass appið. 

  • Virkar bæði fyrir aðal- og aukakorthafa
  • Aðgangurinn óháður flugfélagi og farrými
  • Þú getur notið veitinga, lesið blöð og fengið aðgang að þráðlausu neti
  • Afslættir og tilboð í gegnum appið
  • Aukin þægindi og þú nýtur ferðarinnar betur

Kynningarmyndband má sjá hér 


 Leiðbeiningar við nýskráningu

  • Á síðu Priority Pass byrjar þú nýskráningu með því að gefa upp 8 fyrstu stafina í kreditkortinu þínu
  • Velur Ísland sem þitt svæði (Residence)
  • Gefur upp persónuupplýsingar
  • Ferð í snjalltækið þitt og sækir Priority Pass appið og skráir þig inn með notendanafninu og lykilorðinu sem þú varst að velja þér

 

32 USD - Gjald fyrir heimsókn korthafa

32 USD - Gjald fyrir gest korthafa

Heimsóknargjald er skuldfært á kort handhafa í kjölfar hverrar heimsóknar í Priority Pass betri stofu. Ef þú vilt bjóða ferðafélaga með þér greiðir þú sama gjald fyrir gestinn.