Nýr sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hefur hafið störf

Eyj­ólf­ur Vil­berg Gunn­ars­son sparisjóðsstjóri hefur hafið störf hjá Spari­sjóðs Suður-Þing­ey­inga. 

Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.  Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi á skip upp að 45 metrum, vélavarðarréttindi upp að 750 kw og knattspyrnuþjálfararéttindi.

Eyj­ólf­ur starfaði í rúm 10 ár fyr­ir Ari­on banka og að hluta sam­hliða meist­ara­námi við grein­ing­ar­deild Glitn­is og til fjög­urra ára hjá Lýs­ingu sem fjár­málaráðgjafi fyr­ir­tækja. Hann er ekki ókunn­ur Norður­landi en Eyj­ólf­ur starfaði sem fjár­mála­stjóri hjá Fjalla­lambi á Kópa­skeri á ár­un­um 2002 til 2004 í kjöl­far út­skrift­ar úr viðskipta­fræði og lærði til stýri­manns á Dal­vík árið 1994. 

Eyj­ólf­ur er fædd­ur og upp­al­inn í Grinda­vík og starfaði við störf tengd sjáv­ar­út­vegi fram að há­skóla­námi, aðallega til sjós. Und­an­farið ár hef­ur Eyj­ólf­ur starfað við eigið fyr­ir­tæki við ráðgjöf til fyr­ir­tækja og sem aðstoðarmaður fast­eigna­sala hjá Gimli.