Röskun á þjónustu helgina 18.-20. febrúar vegna kerfisbreytinga

Nýtt greiðslu- og innlánakerfi

Næstkomandi helgi, 18.-20. febrúar 2022, munu sparisjóðirnir innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna. Nýja kerfið er frá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra og mun koma til með að leysa eldri kerfi af hólmi. 

Stefnt er að því að viðskiptavinir finni sem minnst fyrir innleiðingunni en þó er óhjákvæmilegt að röskun verði á þjónustu helgina 18. – 20. febrúar.  Þá má búast við truflunum á virkni heimabanka og hraðbanka. Vaxtatímabil tiltekinna reikninga breytast en viðskiptavinir verða í sömu stöðu eftir innleiðinguna og njóta sömu kjara og áður. 

Því hvetjum við viðskiptavini að sinna bankaviðskiptum sínum fyrir föstudaginn 18. febrúar. Þjónusta sparisjóðanna verður aftur komin í samt horf mánudaginn 21. febrúar. 

Helstu raskanir á þjónustu yfir helgina:

  • Heimildir á kreditkortum munu ekki uppfærast og ekki verður hægt að greiða inn á kreditkort. Mikilvægt er að leggja inn á kortin eða óska eftir hærri heimild fyrir föstudag. 
  • Millifærslur sem framkvæmdar eru í netbanka munu ekki sjást á reikningsyfirlitum. 
  • Staða reikninga mun ekki uppfærast í netbanka.
  • Heimabanki og hraðbankar verður óaðgengilegir í tvo til fjóra tíma á sunnudag. 
  • Sambankaþjónustur (B2B) verða óvirkar.

Frá og með mánudeginum 21. febrúar verða upplýsingar í heimabanka og hraðbönkum orðnar réttar og þjónusta með hefðbundnu sniði.

Okkar von er að þessar breytingar valdi viðskiptavinum sparisjóðanna sem minnstum óþæginum. Ef þú hefur spurningar getur þú haft samband við þinn sparisjóð.