Opnað hefur verið fyrir heimabanka og hraðbanka

Vegna innleiðingar á nýju greiðslu- og innlánakerfi verður óhjákvæmilega röskun á þjónustu sparisjóðanna helgina 18.-20. febrúar. Þrátt fyrir að heimabanki og hraðbankar hafi verið opnaðir á nýjan leik má búast við röskun á þjónustu út daginn.

Helstu raskanir á þjónustu yfir helgina:

  • Heimildir á kreditkortum munu ekki uppfærast og ekki verður hægt að greiða inn á kreditkort. 
  • Millifærslur sem framkvæmdar eru í heimabanka munu í sumum tilfellum ekki sjást á reikningsyfirlitum. 
  • Staða reikninga mun ekki uppfærast í heimabanka.

Frá og með mánudeginum 21. febrúar verða upplýsingar í heimabanka og hraðbönkum orðnar réttar og þjónusta með hefðbundnu sniði. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þjónustuskerðingin veldur.