Skýrsla um störf Valnefndar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses.

Valnefnd sem kjörin var á aðalfundi Sparisjóðs Suður Þingeyinga 2022 skipa Hjördís Stefánsdóttir og Ari Teitsson.

Valnefndin hóf formlega störf í mars  sl. og ákvað að höfðu samráði  við stjórnarformann sparisjóðsins að auglýsa á heimasíðu sparisjóðsins eftir framboðum til stjórnarkjörs. Eitt framboð barst.

Að loknum fresti samkvæmt auglýsingu nýtti Valnefnd heimild til að leita eftir framboðum einstaklinga að eigin frumkvæði.

Eftirtaldir aðilar bjóða sig fram til setu í aðalstjórn  sparisjóðsins:

  • Andri Björgvin Arnþórsson, Selfossi, lögmaður.     
  • Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsströnd, framkvæmdastjóri, hefur setið í aðalstjórn frá 2022.
  • Elísabet Gunnarsdóttir, Tjörnesi, skrifstofustjóri, hefur setið í varastjórn frá 2019 með árs hléi.
  • Gerður Sigtryggsdóttir, Reykjadal, oddviti Þingeyjarsveitar, hefur setið í aðalstjórn frá  2021.
  • Pétur Snæbjörnsson, Mývatnssveit, ráðgjafi, hefur setið í varastjórn frá 2021 og aðalstjórn frá 2022.
  • Sigríður Jóhannesdóttir, Þistilfirði, framkvæmdastjóri, hefur setið í aðalstjórn frá 2022.

Eftirtaldir aðilar bjóða sig fram til setu í varastjórn  sparisjóðsins:

Í sæti fyrsta varamanns:

  • Helga Sveinbjörnsdóttir, Köldukinn, verkfræðingur, hefur setið í varastjórn frá 2020 og í aðalstjórn frá 2021, stjórnarformaður frá 2022.

Í sæti annars varamanns:

  • Pétur Bergmann Árnason, Húsavík, framkvæmdastjóri.

Valnefnd metur alla ofantalda frambjóðendur hæfa til setu í stjórn sparisjóðsins og að með kjöri úr þeim hópi megi tryggja fullnægjandi yfirsýn, þekkingu og reynslu næstu stjórnar.

 Þá hefur Valnefnd gert tillögu til aðalfundar um starfskjör stjórnar.