Laust starf - Sérfræðingur í upplýsingatækni

Samband íslenskra sparisjóða leitar að öflugum starfsmanni með ríka þjónustulund í starf sérfræðings sem tekst á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Akureyri - Fullt starf
Umsóknarfrestur: 12.09.2022

Helstu verkefni

 • Viðhalda kerfishögun upplýsingakerfa sparisjóðanna.
 • Viðhald gagnagrunna, vinnsla framsetning gagna. SQL.
 • Tæknileg aðstoð við sparisjóðina í samstarfi við þjónustuaðila.
 • Þátttaka í þróun lausna í upplýsingartækni, innleiðingu og uppfærslum.
 • Kennsla og gerð námsefnis.
 • Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking á gagnagrunnum og framsetningu gagna.
 • Haldbær þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
 • Framúrskarandi samskipta- og skipulags- færni.
 • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
 • Löngun til að læra og vaxa í starfi og takast á við áskoranir.

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2022

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Sækja um

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.

Hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, treysta innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð. Fjórir sparisjóðir starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn og eru Sparisjóður Austurlands, S-Þingeyinga, Strandamanna og Höfðhverfinga.