Borgaðu með Apple Pay

 

Sparisjóðurinn og Apple Pay

Nú er einfalt og öruggt að borga með Apple Pay hjá sparisjóðunum

Skráðu debit- eða kreditkortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að borga með Apple Pay!


 Virkjaðu Apple Pay í síma (Apple iPhone)

  1. Opnaðu “Wallet" appið í símanum þínum. 
  2. Ýttu á plúsmerkið efst í hægra horninu og fylgdu leiðbeiningum.
  3. Skráðu inn kortið þitt með því að skanna kortið með myndavélinni í símanum eða slá það inn handvirkt.
  4. Staðfestu kortið, skilmála bankans og öryggisþætti.

Nú getur þú borgað með Apple Pay í símanum!Sparisjóður Apple Pay

Til að greiða með Apple Pay í símtæki er hægt að auðkenna sig með Face ID, Touch ID eða aðgangskóða.

  • Andlitsskanni (Face ID): þú tvísmellir á hliðartakkann hægra megin á símanum, horfir á skjáinn til
     að virkja Face ID og leggur símann að posanum.
  • Fingrafaraskanni (Touch ID): þú heldur símanum að posanum með fingurinn á skannanum til að virkja Touch ID. 

Virkjaðu Apple Pay í úri (Apple Watch)

  1. Opnaðu “Apple Watch” appið í símanum.
  2. Veldu “Wallet & Apple Pay”.
  3. Veldu “Add Credit or Debet Card”.

Nú getur þú borgað með Apple Pay í úrinu!

Til að greiða með Apple Pay í úri tvísmellir þú á hliðartakkann og heldur úrinu að posanum.

Spurt og svarað

 Er öruggt að nota Apple Pay?

Þegar greiðslukort er skráð inní Apple Pay verður til sýndarnúmer í stað kortanúmers. Kortanúmerið er því ekki vistað á tækinu eða netþjónum Apple og því aldrei deilt með seljenda. Apple Pay geymir engar upplýsingar um viðskipti sem hægt er að rekja til kaupenda, sem tryggir öryggi kaupanna. Við bendum á að ef snjalltæki er selt eða gefið áfram er mikilvægt að eyða út öllum greiðslukortum úr Wallet.

 Hvað kostar að nota Apple Pay?

Það kostar ekkert aukalega að nota Apple Pay, færslugjöld eru þau sömu og á kortinu sem tengt er við Apple Pay.

Af hverju get ég ekki tengt kortið mitt við Apple Wallet?

Til að hægt sé að skrá kort í Apple Pay þarf eftirfarandi að vera uppfyllt:

  • Símanúmer og netfang korthafa skráð hjá sparisjóði
  • Nýjasta útgáfa korts er í notkun
  • Síminn er af gerðinni iPhone 6 eða nýrri
  • Uppsett stýrikerfi er nr 11 eða nýrra
  • Svæðisstilling (region) símans er Ísland
  • Kortið er opið og í gildi
  • Korthafi er 13 ára eða eldri

Ef þig vantar aðstoð við að tengja kortið þitt við Apple Pay getur þú haft samband við þinn sparisjóð.

Er hægt að tengja gjafakort sparisjóðanna við Apple Wallet?

Já, það er hægt að tengja gjafakort við Apple Pay. Sjá stöðu á gjafakorti hér.

Þarf síminn að ná nettenginu til að geta greitt með Apple Pay?

Nei, Apple Pay þarf aðeins að ná tenginu við posa sem styður snertilausar greiðslur.

Hvað á ég að gera ef ég týni símanum?

Hægt er að setja símann á "lost mode" í gegnum viðeigandi Icloud reikning. Þá lokast fyrir greiðslur með Apple Pay í símanum. 

Einnig getur þú haft samband við þinn sparisjóð og við aðstoðum þig við að óvirkja sýndarnúmerin á þeim kortum sem tengd eru Apple Pay.

Utan opnunartíma sparisjóðanna sinnir neyðarþjónusta Valitor, s. 525-2000, þessari þjónustu.

Hvað á ég að gera ef ég týni kortinu mínu sem tengt er við Apple Pay?

Ef um kreditkort er að ræða getur þú lokað kortinu tímabundið með því að hafa samband við þinn sparisjóða eða í neyðarsíma Valitor, s. 525-2000, utan opnunartíma sparisjóðanna. Þegar kortinu er lokað tímabundið er enn hægt að nota kortið í Apple Pay.

Ef þú ert með debetkort þarf að loka kortinu endanlega og þá er ekki hægt að nota kortið í Apple Pay.

Hvernig borga ég með Apple Pay í búðum?

Til að greiða með Apple Pay í símtæki er hægt að auðkenna sig með Face ID eða Touch ID.

  • Andlitsskanni (Face ID): þú tvísmellir á hliðartakkann hægra megin á símanum, horfir á skjáinn til að virkja Face ID og leggur símann að posanum.
  • Fingrafaraskanni (Touch ID): þú heldur símanum að posanum með fingurinn á skannanum til að virkja Touch ID.

Til að greiða með Apple úri tvísmellir þú á hliðartakkann og heldur úrinu að posanum.

Hvar er hægt að nota Apple Pay?

Í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur. Einnig er hægt að greiða með Apple Pay í forritum og á vefsíðum sem merkt eru Apple Pay.

Er hægt að tengja mörg kort við sama tækið?

Já, hægt er að tengja allt að 12 kort við sama tækið.

Er hægt að tengja sama kortið við mörg tæki?

Já, hægt er að tengja kort við allt að 9 tæki.

 Get ég verið með kort frá öðrum bönkum en sparisjóðunum í Apple Pay?

Já, hægt er að bæta við kortum frá öðrum bönkum sem styðja Apple Pay.

 Hversu háa upphæð get ég greitt í Apple Pay?

Það eru engin fjárhæðartakmörk á greiðslu í Apple Pay. Takmörkin fara eftir heimild á kortum.

Ég næ að setja kortið upp í Apple Pay en það virkar ekki að borga með því

  1. Hulstrið getur verið of þykkt eða komið í veg fyrir að NFC virki eins og það á að gera
  2. Ef verið er að nota sama kort á blöndu tækja, s.s. tölvu, úr og síma gæti virkað að skrá sig út af Apple reikningi (Apple account) og aftur inn
  3. Posar geta virkað mismunandi vel, ef ekki er hægt að greiða í einum posa þá er hægt að prófa annan á sama stað
  4. Ef síminn virðist ekki ná sambandi við posa sem ætti að taka á móti Apple þá gæti virkað að velja kortið handvirkt í veskinu og prófa svo að greiða
  5. Ef ekkert af ofan töldu dugar, endurræsa símtækið
  6. Mjög lág staða á batteríi getur líka haft áhrif á virknina, prófaðu að hlaða símann
  7. Ef það eru endurtekin vandamál með sama kortnúmer þá er hægt að prófa að eyða því út úr símanum og setja það svo aftur inn

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?