Nýr heimabanki sparisjóðanna

Nýr heimabanki sparisjóðanna 

Nú er fyrirtækjahlutinn klár í nýja heimabanka sparisjóðanna.  Fyrir mánuði síðan var lokið við að flytja alla einstaklinga yfir í nýja heimabankann.  Í dag er að ljúka öllum nauðsynlegum aðgerðum til að flytja og opna fyrir fyrirtæki í nýja heimabanka sparisjóðanna.  Þegar því er lokið þá munum við loka aðgangi að gamla heimabankanum.  Starfsfólk sparisjóðanna munu veita aðstoð og upplýsingar varðandi kröfugerð, bunkagreiðslur og  tengingar við bókhaldskerfi og fleira.

Við fögnum þessum áfanga og óskum okkur og viðskiptavinum til hamingju með nýja heimabankann.

Starfsfólk Sparisjóðanna.