Tilkynning til korthafa

Sífellt fleiri netverslanir gera nú kröfur um að korthafar sem þar versla séu skráðir í Vottun Visa eða MasterCard Secure Code til að staðfesta að um réttan korthafa sé að ræða. Einnig eru aðrar aðferðir í notkun sem miða að því að fá staðfest að um réttan korthafa sé að ræða, eins og t.d. notkun á þriggja stafa öryggisnúmeri sem er prentað á bakhlið kreditkortsins. Ný leið við vottun korta gengur skrefinu lengra í öryggi með því að tengja saman korthafaupplýsingar við símanúmer korthafa til að staðfesta að um réttan korthafa sé að ræða. Korthafar fá sent lykilorð í hvert sinn sem þeir stunda viðskipti á netinu hjá vottuðum söluaðila til að koma í veg fyrir misnotkun kortsins.

Söluaðilar velja hvaða öryggisleið þeir fara til að tryggja öryggi sitt og korthafans.

Allir korthafar eru skráðir sjálfkrafa í nýja leið við vottun korts og er þjónustan nú gjaldfrjáls. Þegar korthafi notar kreditkort sitt í viðskiptum á netinu hjá söluaðila, sem krefst þess að kort sé vottað, fær hann sms skilaboð með lykilorði sem hann notar til að staðfesta að um réttan korthafa sé að ræða. Þetta er einföld, örugg og þægileg aðgerð sem notendur ættu að vera fljótir að tileinka sér. Ýtrasta öryggis er gætt varðandi trúnað og dulkóðun upplýsinga.