Fréttatilkynning vegna aðalfundar Sparisjóðs Austurlands 2016

Stærsta úthlutun til samfélagsmála til þessa

AðalfundRekstur Sparisjóðs Austurlands gekk vel á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatta og lögbundið 5% framlag til samfélagslegra verkefna var 82 milljónir kr. Framlag til samfélagslegra verkefna var 4,1 milljón kr., skattar tæpar 17,9 milljónir kr. og hagnaður ársins eftir skatta 60 milljónir kr. Útlán jukust um 500 milljónir kr. á síðasta ári sem er 15% aukning og verður það að teljast góður árangur. Útlán hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin.

Heildareignir Sparisjóðs Austurlands voru þann 31. desember 2016 um 6,2 milljarðar kr. og bókfært eigið fé var 786,7 milljónir kr. Bókfært eigið fé sjóðsins hefur á síðustu fjórum árum aukist um tæpar 190 milljónir kr. CAD Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins var í lok síðasta árs 23,1%

Fjármálaeftirlitið hefur nýlega lokið mati á eiginfjárþörf Sparisjóðsins og er eiginfjárkrafan 14,1%. Ofan á
kröfuna bætast síðan eiginfjáraukar sem innleiddir eru í áföngum og verða að fullu komnir í gildi frá og með
1. janúar 2019. Búið er að innleiða 4,25% og er því heildarkrafan á sparisjóðinn í dag 18,35%. Þegar eiginfjáraukarnir verða að fullu innleiddir þann 1. janúar 2019, verður heildarkrafan á Sparisjóðinn 20,85%, en eiginfjárhlutfall er í dag um 2% hærra.

Vegna afkomu síðasta árs mun Sparisjóður Austurlands veita samtals 4,1 milljón króna til ýmissa samfélags-
mála á Austurlandi. Frá árinu 2012, þegar lögum var breytt á þann hátt að ákveðnum hundraðshluta af rekstrarhagnaði sparisjóða skyldi veitt til samfélagsmála, hefur Sparisjóðurinn veitt samtals rúmum 14
milljónum kr. til slíkra verkefna á Austurlandi. Úthlutunin í ár er sú stærsta til þessa og markast af góðri afkomu síðasta árs.

Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur G. Pálsson sparisjóðsstjóri í síma 4701102 eða villi@sparaust.is

Til baka