Breyttur opnunartími á nýju ári (2020)

Í samræmi við ákvæði kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar, munu afgreiðslustaðir sparisjóðsins loka kl. 15.00 á föstudögum á nýju ári. Símsvörun verður sinnt til kl. 15.30.

Við minnum á að flestar aðgerðir er hægt að framkvæma í heimabankanum.

Breytingin er liður í því að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er mikilvægur þáttur í góðu vinnuumhverfi og stuðlar að velferð starfsfólks.

Sparisjóðurinn óskar starfsmönnum til hamingju með styttri vinnuviku!