Ný persónuverndarstefna sparisjóðanna

Ný persónuverndarstefna sparisjóðanna

Sparisjóðirnir hafa sett sér nýja persónuverndarstefnu um ábyrgð, vinnslu og meðferð perónuupplýsinga sem unnið er með í starfsemi sparisjóðsins.

Um persónuverndarstefnuna

Sparisjóðnum er umhugað um persónuvernd og öryggi þeirra upplýsinga sem sjóðurinn meðhöndlar. Markmið sjóðsins er að starfsfólk, viðskiptavinir, birgjar, þjónustuaðilar og aðrir séu upplýstir um hvernig sjóðurinn safnar og vinnur persónuupplýsingar, í hvaða tilgangi, hversu lengi þær eru varðveittar, hvernig þeim er miðlað og hvernig öryggis þeirra er gætt. Öll vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við persónuverndarlög á hverjum tíma. Stefnan nær til allra viðskiptavina sjóðsins, aðila sem tengjast viðskiptavinum, ábyrgðarmanna, umboðsmanna viðskiptavina, prókúruhafa, raunverulegra eigenda fjármuna, tengdra aðila viðskiptavinar s.s. þeirra sem tengjast lögaðilum og annarra sem á einhvern hátt tengjast viðskiptum við sjóðinn. Einnig er stefnunni ætlað að fræða viðkomandi aðila um rétt þeirra til þess að skoða eigin upplýsingar í skrám sjóðsins, þannig að þeir geti komið að leiðréttingum, bannað notkun upplýsinga, krafist þess að mega hverfa eða óskað að persónuverndargögn verði flutt til annars aðila og önnur atriði sem varpa ljósi á réttindi viðskiptavina sjóðsins.

Sjá persónuverndarstefnu sparisjóðanna