Breytt afgreiðsla vegna COVID-19

Vegna öryggissjónarmiða og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið aðgang að afgreiðslum sparisjóðsins ef ekki er hægt að leysa erindið með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu í netbanka eða hraðbanka, eða með símtali eða tölvusamskiptum. Til að koma í afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar eru tímabundnar og taka gildi að morgni mánudags 6. apríl 2020.

 Þú nærð í Sparisjóð Höfðhverfinga alla virka daga á milli kl. 9 og 16 í síma 460-9400 og tölvupóstfang spsh@spsh.is - við afgreiðum erindin um leið og þau berast.

 Við bendum á að við erum með hraðbanka í Hofi og á Túngötu 3 Grenivík.