Borgaðu með Google Wallet™

 

Google Pay

Nú er einfalt og öruggt að borga með Google Pay™ hjá sparisjóðunum

Skráðu debit- eða kreditkortið þitt í Google Wallet og byrjaðu að borga með Google Pay!

Google Wallet er stafrænt veski sem geymir kredit- og debetkortin þín á öruggan hátt. Með því að setja kortin þín inní Google Wallet getur þú borgað með símanum með Google Pay.

Hvernig skrái ég kortið mitt inní Google Wallet?

Hægt er að bæta við öllum einstaklings- og fyrirtækjakortum í Google Wallet.

Google Pay er í boði fyrir korthafa sem hafa náð 13 ára aldri og eru með Android 5,0 tæki eða hærra með innbyggðri NFC virkni.

  1. Náðu í Google Wallet í Play Store í Android tækinu þínu.
  2. Opnaðu Google Wallet, smelltu á plúsinn og fylgdu leiðbeiningunum.
  3. Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti.
    - Ferlinu lýkur þegar búið er að staðfesta snertilausar greiðslur með því að slá inn staðfestingarkóða sem berst með SMS eða tölvupósti
    - Ef þú færð ekki SMS eða tölvupóst bendum við þér á að hafa samband við þinn sparisjóð
  4. Að lokum þarftu að staðfesta að Google Wallet verði aðalgreiðslugátt Android tækisins þegar þú greiðir með Google Pay.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Google.

Hvernig vel ég sjálfgefið kort í Google Wallet?

  • Þegar búið er að bæta kortum við Google Wallet er hægt að velja hvaða kort á að vera sjálfgefið til að borga með Google Pay
  • Þú smellir á meira (e. details) neðst á aðalvalmyndinni (e. bottom of the screen) og velur í kjölfarið hvaða kort á að vera sjálfgefið (e. default)

Hvar er hægt að borga með Google Pay?

Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og á vefsíðum.

Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.

Snertilausar greiðslur í verslunum:

  • Fyrir snertilausar greiðslur í verslunum er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
  • Til að ganga frá greiðslu þarf að aflæsa tæki, staðsetja það nálægt posa og bíða eftir staðfestingu á að greiðsla hafi farið í gegn

Snertilausar greiðslur í öppum og á netinu:

  • Fyrir snertilausar greiðslur í öppum og á netinu er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
  • Viðkomandi velur að ganga frá kaupum með Google Pay
  • Greiðsla er framkvæmd

Spurt og svarað

Get ég greitt með snjallúri með Google Pay?

Þú getur tengt  kortin þín við Google Wallet og borgað með snjallúrinu þínu svo framarlega sem það styður Wear OS útgáfu 2,0 eða hærri og er með NFC virkni. Þetta á ekki við um Garmin og FitBit úr einfaldlega vegna þess að þeir bjóða upp á eigin greiðslulausnir, Garmin Pay og FitBit Pay. 

Hvernig auðkenni ég færslu með Google Pay?

Þú staðfestir færslur með öryggisnúmeri, fingrafaraskanna, andlitsskanna eða snjallúri.

Er öruggt að borga með Google Pay?

Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu né á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi greiðslunnar.

Kostar eitthvað aukalega að nota Google Pay?

Það kostar ekkert aukalega að nota Google Pay, færslugjöld eru þau sömu og á greiðslukortinu sem er tengt við Google Wallet.

Þarf netteningu til að greiða með Google Pay?

Nei, Google Pay þarf aðeins að ná tengingu við posa sem styður snertilausar greiðslur

Hvað geri ég ef ég týni tækinu mínu sem er með kort skráð í Google Wallet?

Hafðu samband við þinn sparisjóð og við aðstoðum þig við að óvirkja sýndarnúmerin á þeim kortum sem tengd eru Google Pay.

Utan opnunartíma sparisjóðanna sinnir neyðarþjónusta Valitor, s. 525-2000, þessari þjónustu.

 Ef ég kaupi mér nýjan síma, færast kortin sem ég var með skráð í Google Wallet sjálfkrafa yfir?

Nei. Þú þarft að virkja kortin aftur í Google Wallet í nýja tækinu þínu. Hvert tæki fær úthlutað sérstöku sýndarnúmeri (e. token) sem gildir aðeins fyrir viðkomandi tæki

Get ég verið með kort frá öðrum bönkum en sparisjóðunum í Google Wallet?

Já, það er hægt. Útgefandi kortsins (bankinn) þarf samt sem áður að styðja við Google Wallet.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?