Vegna umræðu um starfsemi smálánafyrirtækja.

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur í nokkurn tíma verið með til skoðunar viðskiptasambönd við þá viðskiptavini sem koma á einhvern hátt að smálánastarfsemi. Stjórnin hefur ákveðið að innheimta og önnur umsýsla slíkra lána verði ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni Sparisjóðs Strandamanna og hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til að svo megi verða, meðal annars með uppsögn á viðskiptasamböndum.

Jafnframt er vakin athygli á því að útgreiðsla smálána hefur aldrei verið heimil í gegnum Sparisjóðinn, hvorki í gegnum bankareikninga eða öpp með tengingar við Sparisjóðinn.

Sparisjóður Strandamanna var stofnaður 1891, Sjóðurinn hefur alla tíð eða í tæp 130 ár sýnt samfélagslega ábyrgð og hyggst gera það hér eftir sem hingað til.