Stuðningslán

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð minni fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af faraldrinum.

Stuðningslán eru rekstrarlán ætluð fyrirtækjum sem höfðu tekjur á bilinu 9 til 1.200 milljónir króna árið 2019. Tekjur á árinu 2020 þurfa að vera a.m.k. 40% lægri en á sama 60 daga tímabili 2019 og launakostnaður þarf að hafa numið a.m.k. 10% af rekstrargjöldum ársins 2019. Lánin geta numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á árinu 2019. Hægt verður að sækja um stuðningslán til loka árs 2020 en þau eru háð ýmsum skilyrðum.

Sækja um stuðningslán á vef island.is