Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. verður haldinn á Fosshótel Húsavík, mánudaginn 2. maí 2022 og hefst kl. 20:00.

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. verður haldinn á Fosshótel Húsavík,
mánudaginn 2. maí 2022 og hefst fundurinn kl. 20:00.
Skráning inn á fundinn hefst kl: 19:30


Dagskrá fundarins:
     1. Fundarsetning, skipan starfsmanna.
     2. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár.
     3. Staðfesting á endurskoðuðum ársreikningi sparisjóðsins og tillaga
         sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar.
     4. Tillaga stjórnar um aukningu stofnfjár sparisjóðsins. Skal núverandi
         stofnfjárhöfum boðið að skrá sig fyrir auknu stofnfé í réttu hlutfalli við
         stofnfjáreign sína.
     5. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum sparisjóðsins.
     6. Tillaga stjórnar um breytingar á starfsreglum valnefndar/tilnefningarnefndar.
     7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
     8. Kosning sparisjóðsstjórnar.
     9. Kosning valnefndar/tilnefningarnefndar.
    10. Kosning löggilts endurskoðanda.
    11. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
    12. Önnur mál.

 Ársteikningur 2021

Eftirfarandi tillögur eru gerðar að breytingum á samþykktum sjóðsins.

Stjórn gerir tillögu um breytingu á fjórum greinum í samþykktum sparisjóðsins. Um er að ræða greinar 4,
20, 25 og 38. Til viðbótar gerir stjórn tillögu að breytingu á reglum um valnefnd þar sem lagt er til að heiti
nefndarinnar verði breytt úr valnefnd í tilnefningarnefnd sbr. framsetningu um leiðbeiningar um stjórnhætti
fyrirtækja.


Hér á eftir má sjá tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sparisjóðsins:


Núverandi 4.gr.

4. gr.

Stofnfé sparisjóðsins er kr. 198.802.267 - og skiptist í jafnmarga hluti að nafnverðsfjárhæð ein króna. Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut.  Sparisjóðsstjórn skal hafa að markmiði að stofnfjáreigendur verði aldrei færri en 60. Stjórn sparisjóðsins er heimilt að auka stofnfé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga með útgáfu nýrra stofnfjárhluta um allt að kr. 50.000.000 -. Útboðsgengi verður 1,0. Núverandi stonfjáreigendur hafa forkaupsrétt að þessum hlutum.
Stjórn er heimilt að ákvarða nánara fyrirkomulag stofnfjáraukningarinnar.

Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

Stofnfé sparisjóðsins er kr. 213.334.512 - og skiptist í jafnmarga hluti að nafnverðsfjárhæð ein króna. Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut.  Sparisjóðsstjórn skal hafa að markmiði að stofnfjáreigendur verði aldrei færri en 60. Stjórn sparisjóðsins er heimilt að auka stofnfé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga með útgáfu nýrra stofnfjárhluta um allt að kr. 200.000.000 -. Útboðsgengi verður 1,0. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt að þessum hlutum til 1. september 2022. Stjórn er heimilt að ákvarða nánara fyrirkomulag stofnfjáraukningarinnar.

Núverandi 20.gr.

20. gr.

Aðalfundur sparisjóðsins skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert og eftirfarandi mál þá tekin fyrir:
a) Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár,
    endurskoðaðir reikningar sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár er hafi m.a. að geyma tillögu
    sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar,
b) tillögur um breytingar á samþykktum sparisjóðsins, ef borist hafa,
c) kosning sparisjóðsstjórnar, sbr. 23. gr.,
d) kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags, sbr. 36. gr.,
e) ákvörðun um þóknun til stjórnar, að fengnum tillögum sparisjóðsstjórnar sbr. 27. gr.,
f) tillögu sparisjóðsstjórnar um starfskjarastefnu sparisjóðsins.
g) önnur mál sem aðalfundur skal fjalla um samkvæmt lögum nr. 161/2002 eða sparisjóðsstjórn
    ákveður að leggja fyrir fundinn.


Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

Aðalfundur sparisjóðsins skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert og eftirfarandi mál þá tekin fyrir:
a) Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár,
    endurskoðaðir reikningar sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár er hafi m.a. að geyma tillögu
    sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar,
b) tillögur um breytingar á samþykktum sparisjóðsins, ef borist hafa,
c) kosning sparisjóðsstjórnar, sbr. 25. gr.,
d) kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags, sbr. 38. gr.,
e) ákvörðun um þóknun til stjórnar, að fengnum tillögum tilnefningarnefndar sbr. 25. og 29. gr.,
f) tillögu sparisjóðsstjórnar um starfskjarastefnu sparisjóðsins.
g) önnur mál sem aðalfundur skal fjalla um samkvæmt lögum nr. 161/2002 eða sparisjóðsstjórn
    ákveður að leggja fyrir fundinn.


Núverandi 25.gr.

25. gr.

Stjórn sparisjóðsins skipa fimm menn kjörnir af stofnfjáreigendum. Kjósa skal tvo varastjórnarmenn með sama hætti. Stjórnarmenn skulu uppfylla búsetu og hæfisskilyrði gildandi laga um fjármálafyrirtæki.

Kjörtímabil stjórnarmanna skal vera eitt ár, frá aðalfundi til aðalfundar.  

Við Sparisjóð Suður-Þingeyinga, starfar valnefnd til undirbúnings stjórnarkjöri. Valnefndin skal skipuð tveimur einstaklingum völdum af aðalfundi og skal kjörtímabil þeirra vera tvö ár og lýkur á á víxl.  Hlutverk valnefndar er að leita eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar, meta hæfi frambjóðenda og mögulega samsetningu stjórnar. Valnefnd skal í síðasta lagi fjórum dögum fyrir aðalfund gera skriflega grein fyrir störfum sínum og rökstyðja tillögur sínar. Skal sú skýrsla aðgengileg stofnfjáreigendum í síðasta lagi tveim dögum fyrir aðalfund. Ennfremur gerir valnefnd tillögur um starfskjör stjórnar.  Starfsreglur valnefndar og breytingar á þeim eru samþykktar af aðalfundi.

Kosning skal vera hlutbundin, ef þess er óskað, enda hafi skrifleg ósk þar um borist stjórninni eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Framboðslistum skulu fylgja meðmæli minnst fimm stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda. Framboðslistum skal skilað í hendur stjórnar þremur dögum fyrir aðalfund.


Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

Stjórn sparisjóðsins skipa fimm menn kjörnir af stofnfjáreigendum. Kjósa skal tvo varastjórnarmenn með sama hætti. Stjórnarmenn skulu uppfylla búsetu og hæfisskilyrði gildandi laga um fjármálafyrirtæki.  

Kjörtímabil stjórnarmanna skal vera eitt ár, frá aðalfundi til aðalfundar.  

Við Sparisjóð Suður-Þingeyinga, starfar tilnefningarnefnd til undirbúnings stjórnarkjöri.  Tilnefningarnefndin skal skipuð tveimur einstaklingum völdum af aðalfundi og skal kjörtímabil þeirra vera tvö ár og lýkur á víxl. Hlutverk tilnefningarnefndar er að leita eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar,  meta hæfi frambjóðenda og mögulega samsetningu stjórnar. Tilnefningarnefnd skal í síðasta lagi fjórum dögum fyrir aðalfund gera skriflega grein fyrir störfum sínum og rökstyðja tillögur sínar. Skal sú skýrsla aðgengileg stofnfjáreigendum í síðasta lagi tveim dögum fyrir aðalfund. Ennfremur gerir tilnefningarnefnd tillögur um starfskjör stjórnar. Starfsreglur tilnefningarnefndar og breytingar á þeim eru samþykktar af aðalfundi.

Kosning skal vera hlutbundin, ef þess er óskað, enda hafi skrifleg ósk þar um borist stjórninni eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Framboðslistum skulu fylgja meðmæli minnst fimm stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda.  Framboðslistum skal skilað í hendur stjórnar þremur dögum fyrir aðalfund.


Núverandi 38.gr.


38 gr.

Aðalfundur stofnfjáreigenda kýs löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til fimm ára í senn í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Endurskoðandi má ekki eiga sæti í sparisjóðsstjórn, vera starfsmaður sjóðsins eða starfa í hans þágu að öðru en endurskoðun. Hann má ekki koma fram gagnvart
sparisjóðnum sem umboðsmaður annarra og ekki vera skuldugur sjóðnum, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.

Endurskoðandi skal í samræmi við góða endurskoðunarvenju endurskoða ársreikninginn og í því sambandi kanna bókhaldsgögn sparisjóðsins og aðra þætti, er varða rekstur hans og stöðu. Sparisjóðsstjórn og sparisjóðsstjóri skulu veita endurskoðanda aðstöðu til að gera þær athuganir, sem hann telur
nauðsynlegar. Skal honum heimill aðgangur að öllum bókum sparisjóðsins og skjölum og jafnframt skulu sparisjóðsstjórn og starfsmenn sparisjóðsins veita honum allar umbeðnar upplýsingar, sem unnt er að láta í té.

Fyrir miðjan marsmánuð skal endurskoðandi hafa lokið endurskoðun á ársreikningi sparisjóðsins og ber honum þá þegar að afhenda hann stjórn sparisjóðsins.  

Endurskoðandi hefur rétt til að sitja aðalfund sparisjóðsins sem og stjórnarfundi þar sem fjallað er um ársreikning. Endurskoðanda og samstarfsmönnum hans er óheimilt að gefa einstökum stofnfjáreigendum eða óviðkomandi aðilum upplýsingar um hag sparisjóðsins.  

Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

Aðalfundur stofnfjáreigenda kýs löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til fimm ára í senn í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Endurskoðandi má ekki eiga sæti í sparisjóðsstjórn, vera starfsmaður sjóðsins eða starfa í hans þágu að öðru en endurskoðun. Hann má ekki koma fram gagnvart
sparisjóðnum sem umboðsmaður annarra og ekki vera skuldugur sjóðnum, hvorki sem aðalskuldari né ábyrgðarmaður. Hið sama gildir um maka hans.

Endurskoðandi skal í samræmi við góða endurskoðunarvenju endurskoða ársreikninginn og í því sambandi kanna bókhaldsgögn sparisjóðsins og aðra þætti, er varða rekstur hans og stöðu. Sparisjóðsstjórn og sparisjóðsstjóri skulu veita endurskoðanda aðstöðu til að gera þær athuganir, sem hann telur
nauðsynlegar. Skal honum heimill aðgangur að öllum bókum sparisjóðsins og skjölum og jafnframt skulu sparisjóðsstjórn og starfsmenn sparisjóðsins veita honum allar umbeðnar upplýsingar, sem unnt er að láta í té.

Fyrir miðjan marsmánuð skal endurskoðandi hafa lokið endurskoðun á ársreikningi sparisjóðsins og ber honum þá þegar að afhenda hann stjórn sparisjóðsins.  

Endurskoðanda er skylt að sitja aðalfund sparisjóðsins og á rétt á að sitja stjórnar- og félagsfundi.  Endurskoðanda og samstarfsmönnum hans er óheimilt að gefa einstökum stofnfjáreigendum eða óviðkomandi aðilum upplýsingar um hag sparisjóðsins.