Eins og nafnið gefur til kynna er VSK-reikningurinn hugsaður til að halda utan um þá fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt annan hvern mánuð. Það gerir fyrirtækjum og sjálfstæðum atvinnurekendum kleift að halda þeirri fjárhæð sem greiða á í virðisaukaskatt aðskildri frá öðrum rekstri fram að gjalddaga. Reikningurinn einfaldar þannig allt bókhald og ber hann háa vexti.
Hann er alltaf laus til útborgunar í kringum VSK-gjalddaga, þannig að upphæðin ávaxtast á milli gjalddaga og innstæðan er fyrir hendi þegar greiða á virðisaukaskattinn. Reikningurinn er opinn á gjalddaga VSK, þremur virkum dögum á undan og þremur virkum dögum á eftir.
Helstu kostir VSK-reiknings: