Skipulagður sparnaður

Sparisjóðurinn býður þér auðvelda og þægilega leið til að spara skipulega og aðstoðar þig við að setja þér markmið í sparnaði. Með því að nýta þér skipulagðan sparnað stuðlar þú að góðu skipulagi á fjármálum þínum og getur aukið sparifé þitt án teljandi fyrirhafnar.

Í samráði við þjónustufulltrúa Sparisjóðsins finnur þú heppilegan sparnaðarreikning og gerir samning um að láta skuldfæra ákveðna fjárhæð reglulega af launareikningi þínum eða öðrum reikningum. Þjónustufulltrúar Sparisjóðsins ráðleggja þér hvernig heppilegast er að ávaxta spariféð að teknu tilliti til binditíma og skattlagningar - einfalt og þægilegt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?