Netreikningur

Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum upp á netreikning sem er hávaxta sparnaðarleið í heimabanka þar sem vextir greiðast mánaðarlega. Reikningurinn er óverðtryggður og óbundinn og fara vextirnir eftir innistæðu hans. Fjárhæðin er ávallt laus til útborgunar og millifærsla í heimabankanum er gjaldlaus. Ekki er gerð krafa um lágmarksfjárhæð á reikningnum - vextirnir koma strax með fyrstu krónunni og er ávöxtunin færð inn í árslok. Netreikningur er góður kostur fyrir þá sem vilja sjálfir halda utan um og sýsla með sparnað sinn milliliðalaust.

Vextir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?