Framtíðarreikningur er góður kostur fyrir mömmur, pabba, afa, ömmur og alla þá sem vilja leggja góðan grunn að framtíð barns. Kannski verður sjóðurinn lykillinn að fyrstu íbúðinni, bílnum, draumaferðinni eða skólagjöldunum.
Reikningurinn ber hæstu vexti verðtryggðra innlánsreikninga Sparisjóðsins hverju sinni og er því tilvalinn kostur fyrir sparnað til framtíðar. Hægt er að stofna og leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur barnsins.
Þegar stofnaður er framtíðarreikningur fá börn Króna eða Krónu sparibauk.