Ný lög um neytendalán taka gildi

01.11 2013

Ný lög um neytendalán taka gildi

Með þeim eykst upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja til lántakenda en einnig eru lagðar auknar skyldur á herðar lántakanda um að veita ítarlegar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína, þegar sótt er um lánafyrirgreiðslu.

Lögin byggja á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2008/48/Eb  sem er ætlað að tryggja samræmt lagaumhverfi, auka neytendavernd og stuðla að aukinni upplýsingagjöf um lánskjör.

Eftirlitsaðili laganna er Neytendastofa.