Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

15.05 2012

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Sparisjóðurinn hefur jafnan stutt mikilvæg verkefni í héraði eftir aðstæðum hverju sinni. Á aðalfundinum var Samgönguminjasafninu í Ystafelli veittur 500.000 kr. styrkur og einnig var Hvannalindum ehf veittur 500.000 kr. styrkur til þróunar náttúrulyfja úr geithvönn. Sparisjóður Suður-Þingeyinga hefur aðalstöðvar á Laugum í Reykjadal en útibú í Reykjahlíð og á Húsavík. Hjá sparisjóðnum starfa 13 starfsmenn.

Stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var endurkjörin. Stjórnarformaður er Ari Teitsson og settur sparisjóðsstjóri er Anna Dóra Snæbjörnsdóttir.