Flýtileiðir - SPARNORSkýrsla stjórnar á aðalfundi 2. apríl 2008

18.04 2008

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 2. apríl 2008

Hagnaður ársins nam 367 milljónum króna fyrir skatta og 304 milljónum króna að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts. Til samanburðar má nefna að á rekstri sparisjóðsins árið 2006 var hagnaður 98 milljónir króna fyrir skatta og 82 milljónir eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 51,2% á árinu samanborið við 25,6% á árinu 2006. 

Eigið fé sjóðsins í ársbyrjun 2007 nam 509 millj.kr. en í árslok 1.013 millj. kr. 
Stofnfé var í árslok 217 millj. kr. og skiptist á 79 stofnfjáreigendur.
Innlán viðskiptamanna sparisjóðsins námu samtals 3.252 millj. kr. í árslok 2007 en námu 2.454 millj. kr. í árslok 2006. Aukning innlána er 32,5%.

Útlán til viðskiptamanna sparisjóðsins námu samtals 3.218 millj. kr. í árslok 2007 en námu  3.052 millj. kr. í árslok 2006. Aukning útlán er 5,4%.

Ársreikningur 2007