Flýtileiðir - SPARNORFréttatilkynning um málefni Sparisjóðs Norðfjarðar

15.12 2008

Fréttatilkynning um málefni Sparisjóðs Norðfjarðar

Helstu ástæður þess að svo fór er að gagnstætt við aðrar fjármálastofnanir síðustu misserin þá hefur lausafjárstaða sjóðsins  verið mjög góð sem er tilkominn vegna mikillar innlánsaukningar síðustu árin og eru  innlán hærri en útlán. Vegna þessa var fjárfest fyrir hluta lausafjársins í ýmsum markaðsskuldabréfum  og bankabréfum  sem nú hafa orðið fyrir tjóni.  Jafnframt  hafa  hlutabréf í öðrum fjármálafyrirtækjum verið færð niður.

Frá því að þetta gerðist hefur verið unnið að því að auka stofnfé í Sparisjóðnum og nú þegar hafa nokkrir aðilar samþykkt að kaupa stofnfé og með ákvörðun bæjarráðs Fjarðabyggðar á fundi sínum þriðjudaginn 9. des sl.  um að taka þátt í að aukningunni hefur þeim áfanga verið  náð að uppfylla lögbundið lágmark um eiginfjárhlutfall. Allir þessir aðilar hafa samþykkt aðkomu sína að umræddri aukningum með þeim fyrirvara þó um að ríkið komi með eiginfjárframlag það sem um getur í neyðarlögum sem numið getur 20% af bókfærðu eigin fé Sparisjóðsins. Sótt verður um þetta framlag frá ríkinu enda hafa skapast forsendur til þess. Við það verður eiginfjárhlutfalli sparisjóðsins komið í gott horf.

Samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu er unnið að hagræðingu í rekstri.

Nú nýlega var  haldinn fundur með stofnfjáreigendum og þar voru samþykktar tillögur og breytingar á samþykktum sjóðsins sem tryggja framgöngu þess að hægt verði að ljúka þessu ferli.  Stjórn og starfsfólk sparisjóðsins getur þá áfram einbeitt sér að þeim verkefnum sem framundan eru og þjónustað hina fjölmörgu einstaklinga, félagasamtök, lítil og meðalstór fyrirtæki til framtíðar í sveitarfélaginu og haldið áfram dyggum stuðningin við æskulýðs, menningar og líknarmál.