Öryggi í heima- og fyrirtækjabanka

Öryggi í heima- og fyrirtækjabanka Sparisjóðanna

Öryggi í heima- og/eða fyrirtækjabanka verður best tryggt ef bæði sparisjóðurinn og viðskiptavinurinn sýna ábyrgð og gæta fyllsta öryggis.

Það sem við gerum:

 • Dulkóðum innskráningarupplýsingar svo tryggt sé að enginn annar en vefþjónn okkar geti lesið þær.
 • Krefjumst tvöfaldrar auðkenningar með auðkennislykli, rafrænum skilríkjum eða sms öryggisnúmeri auk notandanafns og lykilorðs.

Það sem þú getur gert:

 • Gætt mjög vel að aðgangsupplýsingum, leyninúmerum, PUK- númerum, auðkennislyklum, rafrænum skilríkjum og annað sem notað er til auðkenningar í heima- og/eða fyrirtækjabanka.
 • Skilja aldrei eftir aðgangsupplýsingar, leyninúmer, PUK-númer eða annað sem notað er til auðkenningar í heima- og fyrirtækjabanka þar sem aðrir geta komist í þær og aldrei deila þeim með öðrum jafnvel ekki þó viðkomandi segist vera starfsmaður þíns sparisjóðs.
 • Skipta strax um lykilorð í heima- og/eða fyrirtækjabanka ef minnsti grunur leikur á því að óviðkomandi hafi komið yfir það höndum.
 • Þegar þú hættir í heima- og/eða fyrirtækjabankanum skaltu alltaf gera það með því að smella á hnappinn útskrá, sem er efst í hægra horni heima-/fyrirtækjabankans.
 • Opna aldrei grunsamlega tengla í tölvupóstum. Berist þér tölvupóstur þar sem þú ert beðinn með einhverjum hætti um að staðfesta aðgangsupplýsingar, leyniorð eða annað slíkt þá skaltu láta vita þegar í stað. Sparisjóðurinn biður aldrei um slíkar staðfestingar.
 • Gæta ávallt að því að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði þegar farið er inn í heima- og/eða fyrirtækjabankann. Það sést t.d. með því að ganga úr skugga um að https sé fremst í vefslóð líkt og í slóðinni https://www.heimabanki.is
 • Skipta reglulega um lykilorð.
 • Ekki velja öryggisnúmer sem hægt er að giska á.
 • Skipta reglulega um öryggisnúmer.
 • Nota ávallt nýjustu útgáfu vafra.
 • Nota alltaf nýjustu öryggisuppfærslu stýrikerfis.
 • Nota alltaf nýjustu öryggisuppfærslur fyrir notendaforritin.
 • Varið tölvuna þína fyrir óæskilegum hugbúnaði.
 • Kynnt þér almennt tölvuöryggi t.d. á vef Samtaka Fjármálafyrirtækja og netöryggi.is

Gleymt lykilorð?

Af öryggisástæðum er ekki hægt að útvega nýtt lykilorð í gegnum síma eða tölvupóst. Ef lykilorð gleymist þarftu að sækja nýtt í þinn sparisjóð.

Grunsamlegir tölvupóstar

Algengt er að tölvuþrjótar reyni að komast yfir aðgangs- og öryggisupplýsingar að heima- og/eða fyrirtækjabanka með því að senda tölvupósta þar sem þeir biðja viðtakendur um að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast heima-/fyrirtækjabanka í gegnum vefslóð sem gefin er upp í póstinum. Mikilvægt er að smella aldrei á slíka tengla né gefa upp notendaupplýsingar til óviðkomandi. Fjármálafyrirtæki senda aldrei tölvupóst til viðskiptavina þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta notendanafn, lykilorð, persónuupplýsingar eða aðrar fjárhagsupplýsingar.