Öryggismál

Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota heima- og fyrirtækjabanka:

Notendur eiga aldrei að smella á grunsamlega tengla í tölvupósti.

Gott er að hafa það fyrir reglu að tengjast heimabanka eingöngu í gegnum heimasíðu viðkomandi banka eða fjármálafyrirtækis. Þetta skal einnig hafa í huga þegar um viðkvæmar upplýsingar eða viðskipti af öðru tagi er að ræða.

Bankar og fjármálastofnanir senda aldrei viðskiptavinum sínum tölvupóst þar sem notendur eru beðnir um að uppfæra upplýsingar um sig með því að smella á hlekk í skeytinu eða senda upplýsingar með því að svara póstinum. Þetta á t.d. við um notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar.

Þegar farið er inn í heimabanka ber að gæta þess að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https:// sé fremst í vefslóð.

Öryggisreglur við notkun hraðbanka

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að sína aðgát við notkun hraðbanka og þeir kynni sér vel umhverfi hraðbanka og þær margvíslegu aðferðir sem eru til staðar til að gæta öryggis við notkun þeirra.

 • Vertu á varðbergi gagnvart grunsamlegri hegðun ókunnugra kringum hraðbankann.
 • Ef þú verður var við grunsamlega hegðun hættu við aðgerðir í hraðbankanum og notaðu hraðbankann seinna.
 • Ef þú tekur út peninga, settu þá strax til hliðar ofan í vasa eða veski. Ekki telja peningana fyrir framan hraðbankann.
 • Aldrei þiggja aðstoð ókunnugra við notkun hraðbankans, fáðu frekar aðstoð í viðkomandi sparisjóði.
 • Ekki láta kortið þitt í hendur ókunnugra þegar þú notar hraðbanka.
 • Legðu PIN númerið þitt vel á minnið og ekki bera á þér minnisblöð þar sem PIN númerið er skrifað niður. Ekki láta neinn fá PIN númerið þitt (hvorki ókunnuga, bankastarfsmenn, lögreglu o.s.frv.). Öryggi PIN númersins er á ábyrgð korthafa.
 • Vertu á varðbergi gagnvart aðilum sem eru að reyna að sjá innslátt PIN númers við hraðbanka og gættu þess að enginn geti séð innslátt PIN númersins. · Settu aðra hönd þína yfir takkaborðið og notaðu sem skjöld fyrir hina höndina sem slær inn PIN númerið.
 • Notaðu líkama þinn til að byrgja ókunnugum sýn þegar þú slærð inn PIN númerið.
 • Haltu vel utan um kvittanir fyrir aðgerðum í hraðbanka og ekki henda þeim við hraðbankann. Berðu saman kvittanir við úttektir þínar sem koma fram á reikningsyfirliti.
 • Hafðu samband við þinn sparisjóð ef vandamál er til staðar við aðgerðir eða úttektir úr hraðbanka.
 • Ekki þiggja aðstoð þriðja aðila sem býðst til þess að hringja fyrir þig í afgreiðslu sparisjóðsins.
 • Tilkynntu umsvifalaust um um stolin eða týnd kort til þíns sparisjóðs eða kortafyrirtækis.