Sparisjóðurinn stuðlar að umburðarlyndi í garð ofvirkra barna

08.05 2008

Sparisjóðurinn stuðlar að umburðarlyndi í garð ofvirkra barna

Með bókargjöfinni vill Sparisjóðurinn leggja sitt af mörkum til að draga úr fordómum í garð barna sem þjást af athyglisbresti og/eða ofvirkni ásamt því að vekja athygli á daglegu lífi þeirra. Í bókinni Ævintýri Lilla er sagt frá Magnúsi Inga sem er að byrja í grunnskóla og glímir við ofvirkni. Lýst er daglegu lífi hans í sérkennslunni og varpað ljósi á félagslega þætti í umhverfi hans.

Nú þegar eru nokkrir grunnskólar farnir að nota bókina, bæði sem samlestrarbók og sem kennslubók í lífsleikni.

Athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun.

Sparisjóðurinn óskar öllum til hamingju með bókina og vonar að hún komi að góðum notum í leik og starfi.
 
Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri Ísakssóla veitir fyrstu bókinni viðtöku
frá Ingibjörg Ástu Halldórsdóttur forstöðumanni markaðssviðs Sparisjóðsins.
Á myndinni er einnig rithöfundur bókarinnar Þorlákur Már Árnason og börn úr Ísaksskóla.