Heppnir og góðir söngáhugamenn

14.04 2008

Heppnir og góðir söngáhugamenn

Vinningshafarnir eru þau Guðmundur Garðar Brynjólfsson, Karen Lind Óladóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir en þau gátu sér öll til um að Sigurður Þór Óskarsson frá Verzlunarskólanum myndi sigra í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Guðmundur Garðar fékk 50.000 krónur inn á fyrirframgreitt kreditkort hjá Sparisjóðnum og Karen og Linda fengu 25.000 krónur hvor, einnig inn á fyrirframgreitt kreditkort.

Sigurður Þór Óskarsson fór heldur ekki tómhentur heim þetta kvöld því hann hlaut 100.000 krónur í verðlaun frá Sparisjóðnum og glæsilegan grænan hljóðnema. Sigurður flutti íslenska útgáfu af lagi Damien Rice, The professor.
 
Við óskum þeim öllum til hamingju!
    
 

Myndina af Sigurði tók Eyþór Jóvinsson