Námsmannastyrkir Sparisjóðsins veittir

26.03 2008

Námsmannastyrkir Sparisjóðsins veittir

Tvisvar sinnum á ári veitir Sparisjóðurinn virkum félögum í Námsmannaþjónustunni peningastyrki til framhalds- og háskólanáms og bókakaupa. Eins og venjan er hlutu tuttugu nemar bókastyrk að upphæð 20 þúsund krónur, fjórir hlutu framhaldsskólastyrk að upphæð 50 þúsund krónur, tveir 150 þúsund króna styrk til háskólanáms innanlands og tveir hlutu 250 þúsund króna styrk til háskólanáms erlendis.

Það er hefð hjá Sparisjóðnum að fá þekkta einstaklinga til að velja námsstyrkþega og að þessu sinni var það bankastjóri Icebank, Agnar Hansson, sem fór yfir umsóknir.

Helga Margrét Marzellíusardóttir (MÍ),Bjarni Benediktsson (VÍ),Elísa Ósk Línadóttir (FNV) og Sigurlína Káradóttir (IH) fengu framhaldsskólastyrk, Eyrún Elva Marinósdóttir í sjávarútvegsfræðum í Háskólanum á Akureyri og Hlynur Grétarsson í eðlisfræði í Háskóla Íslands fengu styrk til háskólanáms hérlendis og Ragnar Frosti Frostason í hugbúnaðarverkfræði í Chalmers tækniháskólanum í Svíþjóð og Kristín Þórhallsdóttir í dýralænanámi í Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Danmörku fengu styrk til háskólanáms erlendis.

Bókastyrkina hlutu:
Arna Hjörleifsdóttir
Ásgeir Rúnar Harðarsson
Bjarni Hrafn Magnússon
Davíð Einar Sigþórsson
Eva María Matthíasdóttir
Finnur Smári Torfason
Guðbjörg Matthíasdóttir
Gunni Ingi Friðriksson
Hjálmar Joensen
Jenný Lára Arnórsdóttir
Jón Ágúst Eyjólfsson
Karl Ásgeir Geirsson
Lilja Rós Benediktsdóttir
Ljósbrá Logadóttir
Siguróli Björgvin Teitsson
Silja Konráðsdóttir
Snævar Leó Grétarsson
Styrmir Barkarsson
Theodór Ingibergsson
Vilhelm Þór Harðarsson
 
Sparisjóðurinn óskar styrkþegum hjartanlega til hamingju með styrkinn og öllum námsmönnum góðs gengis í komandi prófum.


Félagar úr Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins taka við bókastyrk
frá forstöðumanni markaðssviðs, Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur.
 

Hér afhendir Ingibjörg styrki til framhalds- og hákskólanáms.