Sparisjóður Norðfjarðar hlutafélagavæddur

16.01 2015

Sparisjóður Norðfjarðar hlutafélagavæddur

Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar hefur stofnað hlutafélagið Sparisjóður Austurlands hf. Tilgangur félagsins er að yfirtaka rekstur Sparisjóðs Norðfjarðar ses., sem er sameignarfélag, Hlutverk hin nýja hlutafélags er að reka á starfssvæði sínu þá starfsemi, sem sparisjóðum er heimil samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og starfsleyfi.

Kröfur eigenda í tengslum við arðgreiðslur, sameiningar og aukningu hlutafjár hafa aukist en stærstu eigendur sjóðsins eru Ríkissjóður og Fjarðabyggð.

Með þessu móti er verið að gera sjóðinn þannig að framtíðarmöguleikar aukist, m.a. með sameiningar í huga.