Nýr sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja

16.01 2015

Nýr sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja

Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi og forstöðumaður bókhalds og innra eftirlits hjá Sparisjóði Vestmannaeyja hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri. Tekur hann við af Ólafi Elíssyni sem lét af störfum í haust.

Hafsteinn var valinn úr hópi níu umsækjanda og segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður stjórnar Sparisjóðsins að góð reynsla af störfum Hafsteins hjá Sparisjóðnum hafi ráðið úrslitum. „Hann er líka búinn að vinna lengi hjá Sparisjóði Vestmannaeyja sem hafði líka sitt að segja,“ sagði Þorbjörg Inga.