Starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Vestmannaeyja er laust til umsóknar

07.11 2014

Starf sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Vestmannaeyja er laust til umsóknar

Sparisjóður Vestmannaeyja er alhliða fjármálafyrirtæki sem hefur starfað í yfir 70 ár. Sparisjóðurinn er með starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu í Vestmannaeyjum, á Selfossi, Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík og eru starfsmenn sjóðsins nú 29. Starfsstöð sparisjóðsstjóra er í Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar um Sparisjóðinn má finn á heimasíðu hans, spar.is/speyjar

Helstu verkefni

 • Gætir almennra hagsmuna Sparisjóðsins
 • Stjórnar daglegum störfum, ber ábyrgð á starfsmannamálum og þeirri starfssemi sem undir sjóðinn heyrir skv. skipuriti
 • Annast fjármál og fjárhagsáætlunargerð
 • Stýrir rekstri verkefna

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Stjórnunarreynsla
 • Frumkvæði í starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þekking og reynsla af störfum í fjármálafyrirtæki
 • Innsýn og þekking á málefnum sparisjóða er kostur
 • Leiðir sókn Sparisjóðsins til eflingar og aukinna viðskipta á sínu markaðssvæði
 • Uppfylli að öðru leyti hæfisskilyrði 52. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorbjörg I. Jónsdóttir formaður stjórnar Sparisjóðsins, í síma 5115 101, og tölvupósti thorbjorg@lagathing.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2014.  Umsóknir óskast sendar til Sparisjóðs Vestmannaeyja, merktar stjórnarformanni, Bárustíg 15 í Vestmannaeyjum og þeim  þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.