Heimild til úttektar á séreignasparnaði framlengd

29.12 2013

Heimild til úttektar á séreignasparnaði framlengd

Heimild til úttektar á séreignarsparnaði hefur verið framlengd að hálfu stjórnvalda til ársloka 2014. Heimild úttektar hækkar úr kr. 6.200.000 í kr. 9.000.000. Þannig hækkar mánaðarleg hámarksúttekt úr kr. 416.667 kr. í kr. 600.000 og er úttektartíminn 15 mánuðir.
Miðað verður við stöðu séreignarsparnaðar þann 1. janúar 2014.