Fyrirframgreiðsla séreignar 2013

11.01 2013

Fyrirframgreiðsla séreignar 2013

Alþingi samþykkti lög í lok síðasta árs sem heimila úttektir á viðbótarlífeyrissparnaði frá og með 1. janúar 2013 til loka árs 2013.

Einstaklingar sem eiga séreignasparnað og eru 60 ára og yngri mega tímabundið taka út séreignarsparnaðinn sinn.

Heimilt er á tímabilinu að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð sem þann 1. janúar 2013 nemur samanlagt allt að 6.250.000 kr.

Mánaðarleg útborgun er 416.667 kr. og dreifist þar til að hámarksgreiðslu er náð.

Óski viðskiptavinur eftir lægri mánaðargreiðslu en kr. 416.667 er það hægt.

Við ákvörðun fjárhæðar rétthafa til útborgunar skal draga frá hámarksfjárhæð, þ.e. allt að 6.250.000 kr., samanlagða fjárhæð þess séreignarsparnaðar sem þegar hefur verið greiddur út á grundvelli ákvæðisins eins og það hljóðaði. Greiddur er tekjuskattur af upphæðinni.

Skila þarf inn skriflegri umsókn um útgreiðslu í Sparisjóðinn.

Móttaka umsókna hefst 11. janúar n.k. og hægt verður að sækja um fyrirframgreiðslu á afgreiðslustöðum Sparisjóðsins.

Ef nýta á skattkort skal hafa það meðferðis þegar sótt er um fyrirframgreiðslu.

Stefnt er að því að fyrirframgreiðsla fari fram einu sinni í mánuði, 20. hvers mánaðar og að fyrsta greiðsla fari fram um 20. janúar næstkomandi. Umsókn þarf að berast Sparisjóðnum eigi síðar en 5. dag mánaðar til að fyrsta fyrirframgreiðsla geti átt sér stað 20. sama mánaðar. Fyrirframgreiðsla verður lögð inn á bankareikning á kennitölu sjóðfélaga.

Fyrirframgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar lækkar útgreiðslu við töku lífeyris og getur haft veruleg áhrif á lífsgæðin á eftirlaunaaldri.

Við hvetjum viðskiptavini okkar sem eru að spá í að sækja um fyrirframgreiðslu til að kynna sér þetta vel, ræða við ráðgjafa Sparisjóðsins og reikna dæmið til enda.