Fyrirvari vegna frekari endurreiknings gengistryggðar lána

13.04 2012

Fyrirvari vegna frekari endurreiknings gengistryggðar lána

Niðurstaða dómsins varð sú að ekki mætti reikna íslenska seðlabankavexti afturvirkt á lán sem voru dæmd ólögleg í Hæstarétti sumarið 2010.

Því er Sparisjóðnum nauðsynlegt að endurskoða þá endurútreikninga sem þegar hefur farið fram á lánum sem höfðu ólögmæta gengistryggingu og kanna áhrif dómsins á þau. Slíkur endurútreikningur hefur enn ekki farið fram og margt enn óljóst um þá framkvæmd.  Með þessari tilkynningu vill Sparisjóðurinn hvetja greiðendur til að inna greiðslu af hendi á réttum tíma. Sú afstaða Sparisjóðsins styðst meðal annars við það sem fram kemur í dómi Hæstaréttar um mikilvægi þess að standa í skilum. Sparisjóðurinn mun fresta fullnustuaðgerðum sem byggja á lánum sem ljóst er að falli undir dóm Hæstaréttar í máli nr 600/2011 þar til niðurstaða liggur fyrir um stöðu lánanna.