Nýjar fjárfestingarleiðir í Lífsval

29.02 2012

Nýjar fjárfestingarleiðir í Lífsval

Vegna þeirrar óvissu sem var á fjármálamörkuðum á árinu 2008 var ákveðið í lok þess árs að ráðstafa öllum iðgjöldum í skuldabréfa- og hlutabréfaáherslu Lífsvals í verðtryggðan sparnað. Í bréfi sem sent var á þeim tíma var talað um að þetta væri tímabundin ráðstöfun og að iðgjöldum yrði varið til fjárfestinga í samræmi við upphaflegar óskir viðskiptavina og tilkynning yrði send áður en slík breyting ætti sér stað.

Jafnframt var talað um að Lífsval myndi kynna nýjar leiðir í séreignasparnaði um leið og staðfesting lægi fyrir. Fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest nýja fjárfestingastefnu og heiti á nýjum leiðum sem við viljum nú kynna fyrir þér og hægt er að skoða með því að smella hér.