Heimild til fyrirframgreiðslu séreignasparnaðar framlengd

31.10 2011

Heimild til fyrirframgreiðslu séreignasparnaðar framlengd

Hægt er að sækja um fyrirframgreiðslu séreigna á afgreiðslustöðum sparisjóðanna.

Nánari upplýsingar:

  • Heimild til útgreiðslu miðast við inneign 1. október 2011
  • Ekki er heimilt að greiða út iðgjöld og ávöxtun sem kemur til eftir 1. október 2011
  • Frá hámarksfjárhæð dregst samanlögð fjárhæð þessu séreignasparnaðar sem þegar hefur verið greiddur út samkvæmt eldri heimildum
  • Hámarksfjárhæð til útgreiðslu er kr. 6.250.000 eða kr. 416.667 á mánuði
  • Hægt er að óska eftir lægri mánaðargreiðslu en hámarksheimild segir til um en hámarkslengd greiðslutímabils getur aldrei orðið lengri en 15 mánuðir
  • Greitt er út 20. hvers mánaðar og eingöngu er hægt að taka út hjá einum vörsluaðila í einu
  • Vörsluaðilar þurfa að leita samþykkis ríkisskattstjóra áður en útgreiðslur geta hafist

Nánari upplýsingar er að finna hér