Sparisjóður Skagafjarðar styður við Sögusetur íslenska hestsins

28.09 2011

Sparisjóður Skagafjarðar styður við Sögusetur íslenska hestsins

Á sömu slóð fyrir liðlega hundrað árum var Sparisjóðurinn fluttur á hesti úr Kolbeinsdalnum þar sem hann var stofnaður og niður í Hjaltadal. Að sögn Örnu Bjargar Bjarnadóttur forstöðumanns Söguseturs íslenska hestsins kemur stuðningurinn sér afar vel og sannar hversu mikilvægt er að í héruðum landsins séu rekin öflug fyrirtæki sem hafa bolmagn til að styðja við aðra atvinnuuppbyggingu á viðkomandi svæðum.Stuðningur Sparisjóðs Skagafjarðar við Sögusetur íslenska hestsins handsalaður í Kolbeinsdal, en rætur Sparisjóðsins liggja á þessum slóðum.
Frá vinstri: Sigurbjörn Bogason, sparisjóðsstjóri, Arna Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins og Kristján Björn Snorrason markaðsstjóri Sparisjóðsins.