Styrkafhending Sparisjóðsins

03.01 2008

Styrkafhending Sparisjóðsins

Í styrktarátaki Sparisjóðsins Þú gefur styrk, sem hófst 8. nóvember og lauk á aðfangadag, söfnuðust 20.867.000 krónur. Styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félagasamtakanna í dag við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu.

Sparisjóðurinn lagði til þúsund krónur sem viðskiptavinurinn gat ráðstafað að vild til eins af félögunum átta. Auk þess hvatti hann hvern og einn til að leggja fram viðbótarframlag. Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og varð því hlutur félaganna ekki jafn hár. Hæstan styrk hlaut ADHD félagið að upphæð 4,1 milljón sem verður varið til fræðslu, kynningar og námskeiðahalds á landsbyggðinni.

Sparisjóðurinn þakkar öllum viðskiptavinum og landsmönnum sem létu gott af sér leiða og gáfu sinn styrk til söfnunarinnar.
 


Trausti Haraldsson markaðstjóri Byrs og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðumaður markaðssviðs Sparisjóðsins afhentu styrkinn. Sigurður Guðmundsson landlæknir (lengst til hægri) var með framsögu um málstaðinn og í bakgrunni má sjá forsvarsmenn félaganna átta sem hlutu styrkinn.