Áfram fyrir þig og þína

05.03 2009

Áfram fyrir þig og þína

Þessi sýn á verkefni dagsins hafa skilað sparisjóðunum ánægðustu viðskiptavinum íslenskra fjármálafyrirtækja 10 ár í röð eða allt frá því mælingar hófust.

Sparisjóðirnir hafa alltaf lagt höfuðáherslu á að þjónusta íslenskt samfélag og hafa sótt í takmörkuðu mæli út fyrir landsteinana í starfsemi sinni.   Almenningur á Íslandi hefur kunnað að meta þær áherslur.
 
Nú fer í hönd kynningarátak á vegum sparisjóðanna þar sem athygli verður vakin á þeim gildum sem sparisjóðirnir standa fyrir og hlutverki sparisjóðanna í íslensku samfélagi.
 
Átakið, sem hefur yfirskriftina  Áfram fyrir þig og þína, hefur þann tilgang að vekja almenning og stjórnvöld til vitundar um nauðsyn þess að standa vörð um sparisjóðina og að tryggt verði að jafnræðis sé gætt við endurreisn íslensks fjármálakerfis.
 
Kveðja,
starfsfólk sparisjóðanna