Vegna gjaldeyrisviðskipta

14.10 2008

Vegna gjaldeyrisviðskipta

Allar beiðnir um gjaldeyri eru afgreiddar með sama hætti hjá sparisjóðunum og hjá viðskiptabönkunum. Hjá sparisjóðunum eru beiðnirnar bornar undir fjárstýringu Icebank sem reynir að afgreiða þær eftir bestu getu. Að öðrum kosti verða þær áframsendar til Seðlabankans. Gjaldkerar og þjónustufulltrúar sparisjóðanna taka við gjaldeyrispöntunum ef um forgangsbeiðni er að ræða.

Á nokkrum stöðum, hefur það komið fyrir að gjaldkerar hafi tekið við pöntunum um gjaldeyri sem ekki eru í forgangi. Ekki er hægt að búast við því að pöntunin verði afgreidd.