Sparisjóðurinn á Ljósanótt

05.09 2008

Sparisjóðurinn á Ljósanótt

Formleg setning Ljósanætur fór fram 4. september við hátíðlega athöfn við Myllubakkaskóla og um kvöldið var boðið upp á dagskrá fyrir börn og unglinga. Var m.a. Ávaxtakarfan sett á svið fyrir yngstu börnin og var það Sparisjóðurinn sem styrkti uppsetninguna.

Hátíðin fór vel fram með ýmsum uppákomum alla helgina: Listaviðburðir, tónlistaratriði, íþróttir og skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna einkenndu hátíðina. Til að mynda var tónlistardagskrá á laugardagskvöldinu í boði Sparisjóðsins í Keflavík en þá var hann einnig aðalstyrktaraðili Reykjanessmaraþonsins sem fór fram fyrr um daginn.

Þá styrkti Sparisjóðurinn í Keflavík einnig sýningu Sænska balletskólans sem hlaut afar góðar viðtökur.

Var hátíðin í ár með þeim stærstu og heldur henni áfram að vaxa fiskur um hrygg með þátttöku Sparisjóðsins framvegis.