Góð þátttaka í Gæfuspori

19.06 2008

Góð þátttaka í Gæfuspori

Það viðraði vel til göngu og voru það flottir hópar sem hófu gönguna frá afgreiðslustöðum Sparisjóðsins.

Sparisjóðurinn gaf öllu göngufólkinu jakka svo fylkingin var heldur betur myndarleg. Sparisjóðurinn þakkar öllum þeim sem tóku þátt í fyrstu göngunni í þessu verðuga verkefni.

Hér má sjá myndir af gönguhópnum á Sauðarkróki og Selfossi í morgun.