Gæfuspor

16.06 2008

Gæfuspor

Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk 60 ára og eldra að fara út að ganga með góðum hópi jafningja. Allir geta tekið þátt í verkefninu á sínum forsendum. Áhersla verður lögð á að hóparnir fari reglulega út að ganga í viku hverri. Þeir hittast á fyrirfram ákveðnum stöðum og gengur síðan hver og einn á sínum hraða.

Þeir sem vilja taka þátt geta komið við í Sparisjóðnum á einum af þessum fimm stöðum, skráð sig og fengið jakka að gjöf til að ganga í. Við hvetjum sérstaklega alla viðskiptavini Sparisjóðsins til þess að taka þátt í.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Sparisjóðsins, ingibjorg@spar.is.