Stofnfjáraukning

01.06 2017

Stofnfjáraukning

Að undanförnu hafa sparisjóðnum borist fyrirspurnir um kaup á stofnfé í sjóðnum. Þessar fyrirspurnir endurspegla þann meðbyr og áhuga sem starfsfólk sjóðsins upplifir um þessar mundir. Helstu ástæður sem gefnar eru fyrir þessum áhuga er góð afkoma sjóðsins á liðnu ári og kröfur um aukna samfélagslega ábyrgð fjármálastofnana. Í ljósi þessara viðbragða þykir okkur ástæða til að vekja athygli á að heimild til aukningar á stofnfé í sparisjóðnum, sem samþykkt var á aðalfundi 2016, gildir til 30. september í haust. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá starfsfólki á afreiðslustöðum sjóðsins á Laugum, Húsavík og í Mývatnssveit.