Tilkynning til launagreiðenda

11.11 2015

Tilkynning til launagreiðenda

Við hjá Lífsval lífeyrissparnaði teljum mikilvægt að öryggi í meðhöndlun launaupplýsinga sé tryggt. Með bréfi þessu langar okkur að kynna fyrir þér öruggustu leiðirnar sem í boði eru þegar skilagreinar eru sendar til okkar.

Leið 1: Rafræn samskipti beint úr launakerfi. Nánast öll launakerfi bjóða upp á þann möguleika að senda rafrænar skilagreinar beint í gegnum launakerfið. Með þessu móti sparast tími og fyllsta öryggi er gætt. Þjónustuaðili þíns launakerfis getur veitt þér upplýsingar um það hvað þitt launakerfi býður upp á.

Leið 2: Skrá lesin út úr launakerfi og send í gegnum launagreiðendavef. Skilagrein er lesin sem textaskrá út úr launakerfi. Hún er svo send til Lífsvals lífeyrissparnaðar gegnum launagreiðendavef. Þetta er örugg leið enda býður launagreiðendavefurinn upp á sama öryggi við meðhöndlun gagna og í netbönkum.

Leið 3: Skilagrein send með https samskiptum. Algengast er að launagreiðendur nýti sér Leið 1 eða 2 en ef launakerfi launagreiðanda býður ekki upp á þá möguleika viljum við benda á að á launagreiðendavefnum er hægt að skrá upplýsingar um launþega og iðgjöld og senda þannig skilagreinina inn með öruggum https samskiptum í gegnum vefinn.

Við hvetjum þig eindregið til þess að nýta rafrænar sendingar úr launakerfi eða launagreiðendavefinn okkar við skil á skilagreinum.

Hægt er að fara inn á launagreiðendavefinn á:
https://app.joakim.is/LaunagreidendaVefur/Launagreidendavefur_x287.html#forsida

Hægt er að sækja um veflykil á launagreiðendavefnum. Farið í „skrá skilagrein“ og þar kemur gluggi þar sem hægt er að „sækja um aðgang að vef“. Og undir „stillingar“ á launagreiðendavefnum er hægt að haka við ef þið viljið „fá sendar kröfur í netbanka“.

Eins getið þið sent tölvupóst á skil@tplus.is og við sendum ykkur veflykil.