Innheimtuþjónusta

Sparisjóðurinn býður fyrirtækjum, félögum og einstaklingum upp á fjölbreytta innheimtuþjónustu sniðna að þörfum hvers og eins.

Innheimtukerfi

Hægt er að tengjast innheimtukerfi Sparisjóðsins á ýmsa vegu. Við bjóðum upp á sérhannaðar lausnir fyrir stærri fyrirtæki og félög. Við aðstoðum við þá lausn sem best hentar vegna innheimtu stærri fyrirtækja og félaga. Boðið er upp á beintengingu í gegnum internetið við bókhaldskerfi fyrirtækisins. Kröfurnar eru þá sendar beint úr viðskiptamannabókhaldi inn í innheimtukerfi Sparisjóðsins. Hægt er að velja um hvort greiðsluseðlar eru prentaðar út hjá fyrirtækinu eða hjá Sparisjóðnum. Fyrirtækið getur síðan flutt skrár um greiddar kröfur í viðskiptamannabókhald sitt og unnið úr þeim þar. Fyrir minni rekstraraðila eða félög, sem ekki kjósa að vinna kröfur úr viðskiptamannabókhaldi, býður sparisjóðurinn upp á tvær leiðir í gegnum netið.

Í samvinnu við ýmsis innheimtufyrirtæki býður Sparisjóðurinn viðskiptavinum sínum upp á heilsteypt innheimtuferli sem hugsað er sem heildarlausn í innheimtumálum fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið gerir samning við Sparisjóðinn og innheimtufyrirtæki um innheimtuferli. Fyrirtækjafulltrúar Sparisjóðsins veita nánari upplýsingar um þá lausn sem best hentar hverju sinni.

Beingreiðslur

  • Greiðandi undirritar heimild til þess að Sparisjóðurinn skuldfæri greiðslur til ákveðins fyrirtækis á reikning hans.
  • Beingreiðslur eru tvenns konar; Beingreiðslur og Fjölgreiðslur.
  • Hinar raunverulegu Beingreiðslur eru þannig, að fyrirtæki senda mánaðarlega kröfulista rafrænt til Sparisjóðsins og Tölvumiðstöð sparisjóðanna sér um að skuldfæra viðskiptavini um þær fjárhæðir sem á listanum eru
  • Fjölgreiðslur hafa ákveðinn upphafsgjalddaga og endagjalddaga. Þá skrifar væntanlegur greiðandi undir eyðublað þar sem tekin er fram heildarfjárhæð og fjöldi gjalddaga. Fyrirtækin senda eyðublöðin útfyllt til sparisjóðsins þar sem þau eru skráð og skuldfærð sjálfkrafa á viðkomandi gjalddögu
  • Stofna þarf til beingreiðslu- og fjölgreiðsluviðskipta með undirritun samnings milli fyrirtækisins og sparisjóðsins. Greidd er þóknun, ákveðin % af innheimtri fjárhæð.