Skuldabréfalán

Viðskiptavinum Sparisjóðsins bjóðast ýmsir möguleikar á lánsfé. Lán eru ýmist tryggð með ábyrgðarmönnum eða fasteignum og ákvarðast vextir út frá því.

Algengasta lánsformið eru óverðtryggð lán sem geta verið til allt að 15 ára. Vextir samanstanda af grunnvöxtum og vaxtaálagi.

Verðtryggð lán skulu skv. lögum vera til a.m.k. 5 ára. Höfuðstóll lánsins breytist í hlutfalli af vísitölu neysluverðs. Vextir samanstanda af grunnvöxtum og vaxtaálagi.