Bankaábyrgðir

Viðskipti, bæði innanlands og utan, fara oft fram með ábyrgð banka. Með því er átt við að Sparisjóðurinn ábyrgist að greiða skuld ef viðskiptamaður greiðir hana ekki.

Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum upp á bæði innlendar og erl. ábyrgðir. Innlendar ábyrgðir, eru t.d. verkábyrgðir, húsaleiguábyrgðir, húsbréfaábyrgðir, fiskmarkaðsábyrgðir og virðisaukaskattsábyrgðir. Erlendar ábyrgðir, eru oftast notaðar vegna inn- og útflutnings vöru eða þjónustu.

Ábyrgðir vegna innflutnings

  • greiðsluábyrgðir (Guarantee)
  • innflutningsábyrgðir (Letter of Credit)
  • innheimtur (Collection) sem erlendir seljendur/bankar senda til Sparisjóðsins
  • farmskírteinisábyrgðir sem eru notaðar þegar frumrit farmbréfs er ekki tiltækt við afgreiðslu vörusendingar

Ábyrgðir vegna útflutnings

  • Sparisjóðurinn tekur á móti erlendum ábyrgðum (Letter of Credit)
  • Sparisjóðurinn tekur á móti greiðsluábyrgðum (Guarantee)
  • útflutningsábyrgðir (Export Documentary Credits)
  • útflutningsinnheimtur (Export Collections), Sparisjóðurinn sendir skjöl til innheimtu hjá erlendum bönkum.